Auglýsing um skipulag - Langanesbyggð. Auglýsing um tillögu að aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 – endurauglýsing.
Sveitarstjórn Langanesbyggðar auglýsir hér með tillögu að aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan var áður auglýst þann 7. október 2010 en vegna grundvallarbreytinga er tillagan endurauglýst skv. 4. m.gr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.
Grundvallarbreytingar felast fyrst og fremst í:
Tillagan verður til sýnis á skrifstofum Langanesbyggðar, að Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn og í anddyri Skólagötu 5 á Bakkafirði frá kl. 9.00 til 15.00 alla virka daga frá 14. maí 2012 til og með 25. júní 2012. Jafnframt verður tillagan til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík.
Sveitarstjóri Langanesbyggðar. |