Mál í kynningu


26.7.2012

Auglýsing um tillögu að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024

Tillagan tekur til Grindavíkurbæjar, Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs, Keflavíkurflugvallar, Reykjanesbæjar og Sveitarfélagsins Voga.


Samvinnunefnd um svæðisskipulag Suðurnesja hefur samþykkt að auglýsa tillögu að svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 ásamt umhverfisskýrslu í samræmi við 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (www.sss.is) og allra sveitarfélaganna sem eiga aðild að nefndinni. Á heimasíðunni verður jafnframt hægt að nálgast viðbrögð við athugasemdum og ábendingum sem bárust við drög að svæðisskipulaginu. Tillagan mun auk þess liggja frammi á bæjarskrifstofum allra sveitarfélaganna og hjá Skipulagsstofnun. Svæðisskipulagið mótar stefnu og leikreglur skipulagsyfirvalda fyrir þau málefni sem eru mikilvæg á svæðisvísu og snerta hagsmuni fleiri en eins aðila í samvinnunefndinni. Samvinnunefndin hefur skilgreint megin áherslur skipulagsvinnu og út frá þeim þau viðfangsefni sem skipulagsáætlunin skal vinna að. Viðfangsefni skipulagsins eru:

 

Atvinna

Auðlindir

Veitur og samgöngur

Flugvallarsvæðið

Samfélag

 

Ábendingar og athugasemdir við tillöguna skal senda til samvinnunefndarinnar á netfangið oto@sandgerdi.is. Einnig er hægt að senda athugasemdir merktar svæðisskipulag Suðurnesja á póstfangið, bæjarskrifstofur Sandgerðisbæjar, Vörðunni Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði.

Frestur til að gera athugasemdir við tillögu að svæðisskipulaginu er til og með 13. september 2012.

Samvinnunefndin vonast til þess að sem flestir kynni sér þá stefnumörkun sem unnið hefur verið að fyrir Suðurnesin og þær áherslur og aðgerðir sem talið er nauðsynlegt er að ráðast í á næstu árum til að ná settum markmiðum.

 

Samvinnunefnd svæðisskipulags Suðurnesja.