Mál í kynningu


24.9.2012

Auglýsing um 2 tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020, Stóra-Borg og Ásgarður við Skógarholt

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar eftirfarandi tillögur að breytingum á aðalskipulagi:

Breyting á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á svæði úr landi Stóru-Borgar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Tillagan gerir ráð fyrir 6-10 smábýlum á blönduðu landbúnaðar- og íbúðarsvæði í stað 37 ha frístundabyggðarsvæðis við Höskuldslæk.

Breyting á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á 14 ha spildu úr landi Ásgarðs við Skógarholt. Verður frístundabyggðarsvæði í stað opins svæðis til sérstakra nota.

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins og skrifstofu skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á http://www.granni.is/uppsveitirogfloahr/auglysingar.htm. Tillögurnar eru í kynningu frá 20. september til 2. nóvember 2012. Athugasemdir og ábendingar þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 2. nóvember 2012. Athugasemdir skulu vera skriflegar.

Pétur Ingi Haraldsson
skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.