Mál í kynningu


18.10.2012

Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022, efnistökusvæði á Æsustöðum

Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022 í landi Æsustaða í Langadal og auglýsing á deiliskipulagi Æsustaðanámu í Langadal.
Samkvæmt 31. og 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýstar eftirfarandi tillögur að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi:
Breyting á aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022 er vegna nýs efnistökusvæðis í landi Æsustaða í Langadal þar sem landnotkun er breytt úr landbúnaðarsvæði yfir í efnistökusvæði.
Deiliskipulag vegna sama efnistökusvæðis er 2,4 ha að stærð þar sem gert er ráð fyrir að vinna allt að 25.000 m3 af efni.

Skipulagstillögurnar liggja frammi til kynningar á skrifstofu Húnavatnshrepps að Húnavöllum á opnunartíma skrifstofu. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.hunavatnshreppur.is/.

Tillögurnar eru auglýstar frá 8. október til 20. nóvember 2012. Skriflegar athugasemdir við tillögurnar þurfa að berast sveitarstjóra í síðasta lagi 20. nóvember 2012.

Jens P. Jensen
sveitarstjóri Húnavatnshrepps.