Mál í kynningu


26.10.2012

Kíslikarbíðverksmiðja á Bakka við Húsavík

Mat á umhverfisáhrifum - tillaga að matsáætlun

Frestur til að gera athugasemdir er til 9. nóvember 2012

Saint Gobain hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna framleiðslu allt að 25.000 tonna framleiðslu af kísilkarbíði á ári.

Allir geta kynnt sér tillöguna og gert athugasemdir við hana.  Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og berast Skipulagsstofnun, Laugavegi 166 150 Reykjavík, eigi síðar en 9. nóvember 2012.  Athugasemdir má einnig senda á netfangið sigurdur@skipulagsstofnun.is.  Tillaga að matsáætlun er aðgengileg hér.

Skipulagsstofnun