Mál í kynningu


12.12.2012

Kísilframleiðsla í Helguvík

Mat á umhverfisáhrifum - frummatsskýrsla í kynningu

Kynningartími er frá 14. desember 2012 til 30. janúar 2013.

Stakksbraut 9 ehf. hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um allt að 100.000 tonna kísilverksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ.

Kynningu hefur verið hætt vegna villu í frummatsskýrslu.  Málið verður kynnt á nýjan leik síðar.

Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 14. desember 2012 til 30.janúar 2013  á eftirtöldum stöðum: Á bókasafni Reykjanesbæjar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. 

Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 30. janúar 2013 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.