Mál í kynningu


4.2.2013

Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, hafnarsvæðið á Norðfirði og tillaga að deiliskipulagi fyrir sama svæði

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, þéttbýlisuppdráttur fyrir Norðfjörð, samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu.
Svæðið sem aðalskipulagsbreytingin tekur til er neðan Norðfjarðarvegar og nær frá flugvelli í suðri að mótum Norðfjarvegar og Strandgötu í norðri. Helstu breytingar felast í að Norðfjarðarhöfn er stækkuð, athafnasvæði A1 verður hluti hafnarsvæðis H1. Iðnaðarsvæði I1 ofan Norðfjarðarhafnar stækkar að Norðfjarðarvegi og svæði ofan jafnáhættulínu C verður breytt úr opnu svæði til sérstakra nota í hafnar- og iðnaðarsvæði.

Samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu er auglýst tillaga að deiliskipulaginu Naust 1, Norðfjarðarhöfn og nágrenni skv. 41. gr. laga nr. 123 / 2010. Skipulagssvæðið er það sama og breyting aðalskipulagsins nær til. Innan skipulagssvæðisins er gert ráð fyrir stækkun Norðfjarðarhafnar og lóðum fyrir hafnarstarfsemi og iðnað. Einnig er gert ráð fyrir lóðum undir skólphreinsun/dælingu og flokkunar- og móttökustöð fyrir úrgang.

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, Fjarðabyggð og í þjónustugátt í bókasafninu á Norðfirði frá og með 24. janúar 2013 til og með 7. mars 2013. Athugsemdarfrestur er til sama tíma. Tillögurnar verður einnig til sýnis á heimasíðu Fjarðabyggðar, http://www.fjardabyggd.is/.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillögurnar. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulagsfulltrúa á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar teljast þeim samþykkir.

Skipulagsfulltrúi Fjarðabyggðar