Mál í kynningu


14.3.2013

Auglýsing um 2 breytingar á Aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030, fráveita frá Svartsengi til Arfadalsvíkur og miðbærinn

 

1. Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2010-2030 vegna fráveitu frá Svartsengi í Grindavík, ásamt umhverfisskýrslu.
Leggja þarf affallslögn og þjónustuveg frá niðurdælingarsvæði vestan við Þorbjörn og til sjávar, vestan Grindavíkur. Lögnin mun flytja affallsvökva frá niðurdælingarveitu Svartsengisvirkjunar til útrásar í Arfadalsvík. Jafnframt liggja frammi athugasemdir Skipulagsstofnunar við tillöguna fyrir auglýsingu.

2. Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2010-2030 vegna miðbæjar, ásamt umhverfisskýrslu.
Tilgangur breytingarinnar er að skapa betri umgjörð um lifandi miðbæ í Grindavík með blandaðri starfsemi; verslun, þjónustu og íbúðum. Lögð er áhersla á að uppbygging falli vel að því byggðamynstri sem fyrir er. Breytingin gerir ráð fyrir breyttu umferðarskipulagi.

3. Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarkjarna í Grindavík, ásamt umhverfisskýrslu.
Megininntak deiliskipulagstillögunnar er að skapa umgjörð um lifandi miðbæ í Grindavík með blandaðri starfsemi; verslun, þjónusta og íbúðir. Lögð er áhersla að uppbygging falli vel að því byggðamynstri sem fyrir er. Einnig er lögð áhersla á að auka umferðaröryggi í miðbænum, draga úr umferðarhraða og gera gangandi og hjólandi vegfarendum hærra undir höfði. Gerðar eru breytingar á gatnamótum Víkurbrautar og Ránargötu þannig að umferðinni sé beint niður að höfn.

Tillögurnar eru nú endurauglýstar vegna formgalla og munu liggja frammi á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62 í Grindavík, virka daga kl. 9:30 - 15:00, frá 1. mars 2013 til og með 12. apríl 2013. Einnig má nálgast skipulagstillögurnar ásamt umhverfisskýrslum á heimasíðu Grindavíkurbæjar, http://www.grindavik.is/. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillögurnar ásamt umhverfisskýrslum. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega til forstöðumanns Tæknideildar Grindavíkurbæjar eigi síðar en 12. apríl 2013. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna.


Grindavík, 1.mars 2013.
Ingvar Þ. Gunnlaugsson,
sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.