Mál í kynningu


12.4.2013

Jökuldalsvegur um Hrafnkelsdal, Fljótsdalshéraði

Mat á umhverfisáhrifum - frummatsskýrsla í kynningu

Frestur til að gera athugasemdir er til 27. maí 2013.

Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um Jökuldalsveg um Hrafnkelsdal, Fljótsdalshéraði.

Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 13. apríl til 27. maí 2013 á eftirtöldum stöðum: Á Bókasafni Héraðsbúa, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun.  Frummatsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Vegagerðarinnar: www.vegagerdin.is.  Hana má einnig nálgast hér.

Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir.  Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 27. maí 2013 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.  Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.

Bent er á að þegar fjallað var um matsáætlun þessa verkefnis þá hét það Austurleið um Hrafnkelsdal.

Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000 m.s.b.

                                                           Skipulagsstofnun