Mál í kynningu


3.5.2013

Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Skagabyggðar 2010-2030, hitaveituleiðsla frá Laxá í Refasveit að Skagaströnd

Sveitarstjórn Skagabyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Skagabyggðar 2010-2030 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í nokkuð breyttri legu hitaveituleiðslu, frá gildandi aðalskipulagi, sem leggja á frá Laxá á Refasveit til Skagastrandar.
Breytingartillagan og umhverfisskýrsla verða til sýnis í Skagabúð frá og með mánudeginum 29. apríl til mánudagsins 10. júní 2013 og hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík.
Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðunni http://www.hafnir.is/.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflega athugasemdir við breytingartillöguna til mánudagsins 10. júní 2013. Skila skal athugasemdum til oddvita Skagabyggðar.

Oddviti Skagabyggðar