Mál í kynningu


4.6.2013

Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016, Arnarnes

 
Í samræmi við 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir Garðabær hér með kynningu á tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2004-2016 sem nær til byggðar í Arnarnesi.
Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum:
Svæðið sem afmarkast af Æðarnesi, Hegranesi, Arnarnesi og Tjaldanesi fær blandaða landnotkun sem „opið svæði til sérstakra nota“ í stað landnotkunar „íbúðarsvæði“. Landnotkunin „svæði fyrir þjónustustofnanir“ verður óbreytt.
Á svæði sem afmarkast af Hegranesi, efstu lóðum í Hegranesi, Arnarnesi og Hafnarfjarðarvegi er felld út landnotkunin „svæði fyrir þjónustustofnanir“ en landnotkunin „íbúðarsvæði" heldur sér.
Stofnstígur sem á aðalskipulagsuppdrættir er sýndur um Hegranes og Súlunes verður fluttur að Hafnarfjarðarvegi.
Þar sem að ný skipulagsreglugerð hafði ekki tekið gildi þegar að vinna og umfjöllun um breytingartillöguna hófst hlýtur tillagan meðferð samkvæmt eldri reglugerð.
Breytingartillaga þessi er kynnt samhliða tillögu að deiliskipulagi Arnarness sem nær til sama svæðis.
Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7 frá 4. júní til og með 27. ágúst 2013. Hún liggur einnig frammi til kynningar hjá Skipulagsstofnun. Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Garðabæjar http://www.gardabaer.is/.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út þriðjudaginn 27. ágúst 2011 kl. 16.00. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni.

Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar