Mál í kynningu


8.7.2013

Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015, Flóahreppur

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst eftirfarandi breyting á aðalskipulagi:

Breyting á aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015 (Flóahreppi) á spildu úr landi Bitru. Svæði fyrir verslun- og þjónustu við vegamót Skeiða- og Hrunamannavegar.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16 og hjá Skipulagsstofnun Laugavegi 166 í Reykjavík. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunni og tillöguna sjálfa á http://www.granni.is/uppsveitirogfloahr/auglysingar.htm. Tillagan  er í kynningu frá 4. júlí til 16. ágúst 2013 og athugasemdir þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 16. ágúst 2013. Athugasemdir skulu vera skriflegar.

Útgáfud.: 4. júlí 2013

Pétur Ingi Haraldsson
skipulagsfulltrúi.