Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028 ásamt tillögu að deiliskipulagi
Tillaga að aðalskipulagsbreytingu
Í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum vegna tillögu að breyttu aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028. Um er að ræða breyttan landnotkunarflokk við Suðurvíkurveg 1. Landnotkunarflokkur viðkomandi reits breytist úr „þjónustustofnun“ í „verslun og þjónustu“.
Tillaga að deiliskipulagi.
Í samræmi við 1. og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum vegna deiliskipulagstillögu fyrir Suðurvíkurveg og Mylluland Vík í Mýrdal. Um er að ræða deiliskipulag á grunni aðalskipulagsbreytingar við Suðurvíkurveg 1 og skipulagningu hverfis við Mylluland.
Viðkomandi aðal- og deiliskipulagstillögur liggja frammi hjá fulltrúa skipulags- og byggingarmála í Mýrdalshreppi, Austurvegi 17, Vík og á heimasíðu Mýrdalshrepps, www.vik.is, frá 19. júlí 2013 til 5. september 2013. Athugasemdafrestur við tillögur þessar er til 5. september 2013. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast samþykkar þeim.
F. h. skipulags- og byggingarfulltrúa,
Vigfús Þór Hróbjartsson
fulltrúi skipulags- og byggingarmála
Mýrdals- og Skaftárhreppi.