Mál í kynningu


5.9.2013

Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, Akurhóll

Óbyggt svæði við Akursbraut, Akurshóll
Bæjarstjórn Akraness auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í að óbyggðu svæði við Akursbraut, Akurshóll (Akursbraut 5) verði svæði fyrir verslun og þjónustu. Jafnframt verður afmörkun aðliggjandi íbúðarsvæðis, Íb-1, leiðrétt til samræmis við lóðamörk.
Breytingartillagan og umhverfisskýrsla mun liggja frammi til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi frá og með fimmtudeginum 29. ágúst n.k. til og með föstudagsins 11. október 2013 og hjá Skipulagsstofnun Laugarvegi 166 Reykjavík.
 
Tillagan er einnig til kynningar á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingatillöguna til fimmtudagsins 10. október 2013. Skila skal skriflegum athugasemdum í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18.

 

Skipulagsfulltrúinn Akranesi