Mál í kynningu


20.12.2013

Auglýsing um tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þ. 12. desember 2013 að auglýsa tillögu að nýju aðalskipulagi 2012-2030 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga nr.105/2006 um umhverfismat áætlana.
Nýtt aðalskipulag sem tekur til tímabilsins 2012-2030 er endurskoðun á aðalskipulagi 1998-2018. Endurskoðun hefur staðið yfir undanfarin ár og felur í sér margvíslega greiningarvinnu, samráð hefur verið haft við íbúa og hagsmunaðila með kynningafundum og auglýsingum.
Aðalskipulagstillagan ásamt fylgigögnum liggur frammi í anddyri ráðhússins að Hafnarbraut 27, Höfn, virka daga á opnunartíma frá 19. desember til og með 10. febrúar 2014. Sömu gögn eru einnig til sýnis hjá Skipulagstofnun, Laugarvegi 166, 3. hæð. Athugasemdir Skipulagsstofnunar dags. 29. október 2013 eru lagðar fram með aðalskipulagstillögunni ásamt viðbrögðum sveitarfélagsins sem samþykkt voru 12. desember 2013.

Tillöguna og önnur kynningargögn má nálgast á vef sveitarfélagsins http://www.hornafjordur.is/stjornsysla. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa Hafnarbraut 27 eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is, eigi síðar en 10. febrúar 2014.

Ásgerður K. Gylfadóttir bæjarstjóri.