Mál í kynningu


18.2.2014

Lýsing Landsskipulagsstefnu 2015-2026

Skipulagsstofnun auglýsir hér með lýsingu fyrir gerð Landsskipulagsstefnu 2015-2026 sbr. reglugerð nr. 1001/2011. Í lýsingunni er gerð grein fyrir hvernig fyrirhugað er að standa að mótun landsskipulagsstefnu.

Hægt er að nálgast lýsinguna hér á vef Skipulagsstofnunar, á vef landsskipulagsstefnu www.landsskipulag.is og hjá Skipulagsstofnun Laugavegi 166, 105 Reykjavík.

Allir sem þess óska geta komið á framfæri ábendingum og athugasemdum við lýsinguna og skulu þær berast Skipulagsstofnun í síðasta lagi 12. mars 2014 með bréfi, tölvupósti á mailto:landsskipulag@skipulag.is eða á www.landsskipulag.is

Lýsingin verður jafnframt kynnt á kynningar– og samráðsfundum á eftirtöldum stöðum en dagskrá auglýst síðar:

  • Reykjavík 25. febrúar kl. 15.00 - 17.30, Iðnó, Vonarstræti 3
  • Borgarnesi 27. febrúar kl. 14.00 -16.00, Bjarnarbraut 8
  • Selfossi 28. febrúar kl. 15.00 - 17.00, Hótel Selfossi, Kirkjuvegi 2
  • Egilsstöðum 3. mars kl. 15.00 - 17.00, Hótel Héraði, Miðvangi 1-7
  • Ísafirði 4. mars kl. 15.00 - 17.00, Háskólasetri Vestfjarða, Suðurgötu 12
  • Akureyri 5. mars kl. 15.00 - 17.00, Hótel KEA, Hafnarstræti 87-89


Lýsing Landsskipulagsstefnu 2015-2026

Lýsing Landsskipulagsstefnu 2015-2026 pdf útgáfa