Mál í kynningu


24.2.2014

Auglýsing um tillögu að Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar auglýsir tillögu að Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Skipulagstillagan tekur til landnotkunar í öllu landi Hafnarfjarðar. Hún samanstendur af greinargerð dags. 17. janúar 2014, skipulagsuppdrætti fyrir þéttbýli og uppland dags. 17. janúar 2014, séruppdrætti fyrir land Hafnarfjarðar í Krýsuvík dags. 14. janúar 2014 og umhverfisskýrslu aðalskipulags dags. janúar 2014. Skipulagsuppdrættirnir eru merktir 1 og 2 og eru í mælikvarða 1:15.000. Einnig eru lögð fram fylgiritin Umhverfis- og auðlindastefna Hafnarfjarðar, Byggð í Hafnarfirði 1920-2000, Tillaga að húsverndun, Námurekstur í landi Hafnarfjarðar, Umhverfi og útivist, Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025, Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005–2025 - Umhverfisskýrsla, Greinargerð um grunnvatnsauðlind Hafnarfjarðar, Greinargerð um efnisnámur í Hafnarfirði, Greinargerð um orkulindir Hafnarfjarðar og Feti framar - Staðardagskrá 21- Velferðaráætlun. Auk þess athugasemdir Skipulagsstofnunar varðandi framsetningu stíga á uppdrætti.

Aðalskipulagið ásamt fylgiritum verður til sýnis að Norðurhellu 2, þar sem nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði Hafnarfjarðar, og í þjónustuveri Hafnarfjarðar, Strandgötu 6, frá 24. febrúar til og með 7. apríl 2014. Enn fremur er tillagan til sýnis hjá Skipu­­lags­stofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Þá er hægt að kynna sér tillöguna á heimasíðu Hafnarfjarðar www.hafnarfjordur.is.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við skipulagstillöguna og skulu þær hafa borist skipulags- og byggingarsviði Hafnarfjarðar eigi síðar en 7. apríl 2014. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni.

F.h. skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðar,
Bjarki Jóhannesson,
sviðsstjóri skipulags- og byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar.