Mál í kynningu


27.3.2014

Auglýsing um tillögu að Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkti 7. mars 2014 að auglýsa tillögu að aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030 skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Við gildistöku nýja aðalskipulagsins fellur úr gildi aðalskipulag Fljótsdalshrepps 2002-2014.

Aðalskipulagsgögnin sem verða til sýnis á skrifstofu Fljótsdalshrepps í Végarði, hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík og á heimasíðu Fljótsdalshrepps, www.fljotsdalur.is, frá og með 27. mars 2014 til 15 maí 2014, eru eftirfarandi:

  • Tveir skipulagsuppdrættir, greinargerð og forsendu- og umhverfisskýrsla.
  • Samantekt athugasemda og ábendinga lögboðinna aðila og annarra hagsmunaaðila ásamt viðbrögðum við þeim.

Hver sá sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 15. maí 2014. Skila skal athugasemdum skriflega á skrifstofu Fljótsdalshrepps, Végarði, 701 Egilsstöðum.

 

Oddviti Fljótsdalshrepps

Hér má nálgast auglýsta tillögu