Mál í kynningu


31.3.2014

Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, Þjóðvegur 15 og 15A, I-7 hitaveitugeymir

Iðnaðarsvæði við Þjóðveg 15 og 15A.

Bæjarstjórn Akraness auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akraness 2005-2014 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að núverandi iðnaðarsvæði I-7 stækkar til suðvesturs þ.e. að skiki af aðliggjandi óbyggðu svæði breytist í iðnaðarsvæði.

Breytingartillagan verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi, frá og með fimmtudeginum 27. mars nk. til og með fimmtudeginum 8. maí 2014 og hjá Skipulagsstofnun á Laugarvegi 166 í Reykjavík. Tillagan er einnig til kynningar á heimasíðu Akraneskaupstaðarins, www.akranes.is.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 8. maí 2014. Skila skal skriflegum athugasemdum í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18.

 

Runólfur Þór Sigurðsson
byggingar- og skipulagsfulltrúi

Hér má nálgast auglýsta tillögu