Mál í kynningu


6.5.2014

Kerfisáætlun Landsnets 2014-2023

Kynning á umhverfisskýrslu kerfisáætlunar

Fyrir liggur tillaga að kerfisáætlun 2014-2023 ásamt umhverfisskýrslu þar sem lagt er mat á umhverfisáhrif áætlunarinnar. Landsnet kynnir nú drög að umhverfisskýrslu í samræmi við lög nr. 105/2006. Skýrslan gerir grein fyrir forsendum, nálgun og niðurstöðu matsvinnu, ásamt þeim mótvægisaðgerðum sem lagðar eru til.

Megintilgangur umhverfisskýrslu er að tekið hafi verið tillit til umhverfissjónarmiða við ákvarðanir um kerfisáætlun, draga úr eða koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif og upplýsa um hugsanlegar afleiðingar framkvæmda kerfisáætlunar á umhverfið.

Skýrslan verður aðgengileg á heimasíðu Landsnets og hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166.

Ábendingar og athugasemdir við umhverfisskýrsluna skal senda til Landsnets á netfangið landsnet@landsnet.is eða á póstfangið Gylfaflöt 9,112 Reykjavík, merkt athugasemdir við umhverfisskýrslu.

Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við drögin er til og með 18. júní 2014.