Samgönguáætlun og fjarskiptaáætlun 2015-2026
Auglýsing um matslýsingu
Innanríkisráðuneytið hefur auglýst til kynningar matslýsingu vegna umhverfismats samgönguáætlunar og fjarskiptaáætlunar 2015-2026. Áætlanirnar eru unnar samkvæmt lögum nr. 33/2008 um samgönguáætlun og lögum nr. 81/2003 um fjarskiptaáætlun og eru jafnframt háðar lögum um umhverfismat áætlana.
Senda skal skriflegar athugasemdir eða ábendingar um matslýsinguna með tölvupósti á póstfangið samgöngurad@irr.is fyrir 23. júní 2014. Innanríkisráðuneytið mun í kjölfarið taka saman yfirlit um athugasemdir og ábendingar sem berast og hvernig þær muni nýtast við gerð umhverfisskýrslu.
Sjá nánar á vef innanríkisráðuneytisins, http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28942
Matslýsing vegna umhverfismats samgönguáætlunar og fjarskiptaáætlunar 2015-2026.