Mál í kynningu


23.1.2023

Ný flæðigryfja vestan eldri gryfja við Grundartanga í Hvalfjarðarsveit

Mat á umhverfisáhrifum - kynning umhverfismatsskýslu

Umsagnafrestur er til 13. mars 2023

Elkem og Norðurál hafa lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna umhverfismats nýrrar flæðigryfju vestan núverandi flæðigryfja á hafnarsvæði við Grundartanga í Hvalfjarðarsveit.

Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og veitt umsögn um framkvæmdina og umhverfismat hennar.

Umhverfismatsskýrsla fyrir ofangreinda framkvæmd liggur frammi til kynningar í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar Innrimel 3.

Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg hér.

Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 13. mars 2023 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is