Mál í kynningu


15.3.2016

Ofanflóðavarnir á Norðfirði

Mat á umhverfisáhrifum - athugun Skipulagsstofnunar

  • Snjóflóðavarnir við Tröllagiljagarð

Kynningartími stendur frá 15. mars til 26. apríl 2016

Fjarðabyggð hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslur um ofanflóðavarnir á Norðfirði. Um er að ræða tvenn varnarvirki við Nesgil og Bakkagil og við Urðabotna og Sniðgil. 

Frummatsskýrslurnar má skoða hér Nesgil og Bakkagil  Urðarbotn og Sniðgil

Tillögur að ofangreindum framkvæmdum og skýrslur um mat á umhverfisáhrifum þeirra liggja frammi til kynningar frá 15. mars til 26. apríl 2016 á bókasafni Norðfjarðar, bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. 

Allir geta kynnt sér framkvæmdirnar og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 26. apríl 2016 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 105 Reykjavík. 

Efla verkfræðistofa stendur fyrir kynningarfundi á frummatsskýrslunum í Egilsbúð í Neskaupstað þann 17. mars n.k.kl. 20 og eru allir velkomnir.