Mál í kynningu


3.7.2018

Tillaga að samgönguáætlun 2019-2033

Kynning á tillögu að samgönguáætlun og umhverfismat

  • Forsíða samgönguáætlunar 2019-20233

Samgönguráð hefur auglýst tillögu að samgönguáætlun 2019-2033 og umhverfismat hennar í samræmi við lög um samgönguáætlun nr. 33/2008 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Í samgönguáætlun er mörkuð stefna og markmið fyrir allar greinar samgangna næstu 15 árin. Í umhverfisskýrslunni hafa verið skilgreind helstu áhrif sem kunna að verða vegna samgönguáætlunar og aðgerðir sem ráðast þarf í til að tryggja að dregið verði úr líklegum neikvæðum umhverfisáhrifum áætlunarinnar.

Tillaga að samgönguáætlun og umhverfisskýrsla eru aðgengilegar á vefsíðu Stjórnarráðsins.

Ábendingar og athugasemdir skal senda í gegnum samráðsgáttina. Einnig er unnt að senda athugasemdir bréfleiðis, merktar umhverfismat, á samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Sölvhólsgötu 7, 101 Reykjavík eða með tölvupósti á netfangið samgongurad@srn.is

Frestur til að gera athugasemdir við tillögu að samgönguáætlun og umhverfismat hennar hefur verið framlengdur til 24. ágúst 2018.