Stækkun Sigöldustöðvar um allt að 65 MW, Ásahreppi og Rangárþingi ytra
Mat á umhverfisáhrifum - Kynningartími matsáætlunar
Frestur til umsagna er til og með 7. júlí 2022
Landsvirkjun hefur lagt fram matsáætlun fyrir stækkun Sigöldustöðvar um allt að 65 MW, Ásahreppi og Rangárþingi ytra.
Allir geta kynnt sér matsáætlunina og veitt umsögn um framkvæmdina.
Matsáætlunin er aðgengileg hér, á skrifstofu Rangárþings ytra á Hellu og hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b í Reykjavík.
Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 7. júlí 2022 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.