Mál í kynningu


19.9.2023

Sundabraut

Mat á umhverfisáhrifum – matsáætlun í kynningu

Umsagnarfrestur er til 17. október 2023

Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg, hefur lagt fram matsáætlun vegna umhverfismats Sundabrautar.

Matsáætlunin liggur frammi til kynningar hjá Skipulagsstofnun og er aðgengileg á Skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is

Íbúa- og kynningarfundir verða auglýstir síðar.

Allir geta kynnt sér matsáætlunina og veitt umsögn. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 17. október 2023 til Skipulagsstofnunar í gegnum Skipulagsgátt, með tölvupósti á skipulag@skipulag.is eða með bréfpósti í Borgartún 7b, 105 Reykjavík.