Svæðisskipulag Suðurhálendis 2022-2042
Athugasemdafrestur er til 19. febrúar 2023
Svæðisskipulagsnefnd um svæðisskipulag Suðurhálendis hefur kynnt tillögu að Svæðisskipulagi Suðurhálendis 2022-2042 ásamt umhverfismatsskýrslu samkvæmt 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga. Tillögunni fylgir greinargerð um landslagsgreiningu fyrir Suðurhálendi.
Svæðisskipulagsgögnin eru aðgengileg á vef SASS, www.sass.is
Umsagnir þurfa að berast til svæðisskipulagsnefndar á netfangið sudurhalendi@sass.is fyrir 19. febrúar 2023.