Tillaga að Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033
Athugasemdafrestur er til 8. mars 2023
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur auglýst tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Sveitafélagið Mýrdalshrepp, þ.e. Aðalskipulag Mýrdalshrepps 2021-2033 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga.
Aðalskipulagsgögnin eru til sýnis á vef sveitarfélagsins www.vik.is
Athugasemdir þurfa að berast skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík eða með tölvupósti á netfangið bygg@vik.is eigi síðar en 8. mars 2023.