Mál í kynningu


9.11.2022

Tillaga að Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034

Athugasemdafrestur er til 23. desember 2022

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur auglýst tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Suðurnesjabæ þ.e. Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022-2034 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga.

Aðalskipulagsgögnin eru til sýnis á skrifstofu Suðurnesjabæjar að Sunnubraut 4, 250 Suðurnesjabær og á vef Suðurnesjabæjar www.sudurnesjabaer.is.

Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofu sveitarfélagsins að Sunnubraut 4, 250 Suðurnesjabær skriflega, eða í tölvupósti á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is eigi síðar en 23. desember 2022.