Mál í kynningu


4.5.2021

Tillaga að breyting á Aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar, byggingarheimildir á öryggissvæði B

Athugasemdafrestur er til 9. júní 2021

  • Öryggissvæði B

Utanríkisráðuneytið og Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hafa auglýst tillögu að breyttu aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar í samræmi við 1. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér auknar byggingarheimildir á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar (grátt á uppdrætti). Samhliða er auglýst tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir svæðið. Tillögurnar eru til sýnis á heimasíðu Isavia: www.isavia.is á samráðsgátt stjórnvalda: www.samradsgatt.is og hjá Skipulagsstofnun. Skila má skriflegum athugasemdum í gegnum Samráðsgáttina, með bréfi til Landhelgisgæslu Íslands; Sveinn Valdimarsson, skipulagsfulltrúa, Þjóðbraut 1, 235 Keflavíkurflugvöllur, eða með því að senda tölvupóst á netfangið sveinn.valdimarsson@isavia.is. Frestur til að gera athugasemdir er til 9. júní 2021.