Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akraness vegna Skógarhverfis og nágrennis
Athugasemdafrestur er til 20. október 2020.
Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, varðandi Skógarhverfi og nágrenni. Í breytingartillögunni felst að svæði fyrir íbúðarbyggð (Íb13) er stækkað um 9 ha og minnkar skógræktarsvæði (O9) sem verður tvískipt. Gert er ráð fyrir nýrri vegtengingu við Akranesveg í norðri. Einnig er gert ráð fyrir að fella út svæði fyrir tjaldsvæði (O5) og hótel (V11) og að óbyggðu svæði verði breytt í opið svæði til sérstakra nota. Garðalundur (06) minnkar en útivistarsvæði (012) stækkar. Gert er ráð fyrir að deiliskipulagstillögur af hluta svæðanna verði auglýstar samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingunni.
Tillagan er til sýnis í þjónustuveri að Stillholti 16-18, á vef sveitarfélagsins, www.akranes.is og hjá Skipulagsstofnun.
Athugasemdir þurfa að berast í þjónustuver, Stillholti 16-18, 300 Akranesi eða á netfangið skipulag@akranes.is eigi síðar en 20. október 2020.