Mál í kynningu


19.10.2022

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar, vegna Hafnarstrætis 16, stækkun íbúðarkjarna. Samhliða er auglýst tillaga að deiliskipulagi

Athugasemdafrestur er til 28. nóvember 2022

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

Um er að ræða stækkun á reit ÍB1 um 0,05 ha og minnkun á reit OP1 sem því nemur vegna áforma um stækkun íbúðakjarna.

Skipulagsgögn eru til sýnis á vef sveitarfélagsins: www.akureyri.is/

Athugasemdir þurfa að berast á netfangið skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis til Þjónustu- og skipulagssviðs, Ráðhúsi, Geislagötu 9, 600 Akureyri, eigi síðar en 28. nóvember 2022