Mál í kynningu


3.3.2021

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrarbæjar, vegna miðsvæðis við Þórunnarstræti og heilsugæslustöðva á Akureyri

Athugasemdafrestur er til 21. apríl 2021

  • Tjaldsvæði Akureyri

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrarbæjar 2018-2030 vegna miðsvæðis við Þórunnarstræti þar sem m.a. verður gert ráð fyrir heilsugæslu auk íbúðarbyggðar. Breytingin snýr einnig að skipulagsákvæðum fyrir íbúðarbyggð ÍB19 þar sem heimilt verður að byggja heilsugæslu við Skarðshlíð.

Tillagan er til sýnis á vef sveitarfélagsins www.akureyri.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast til skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða með tölvupósti á skipulagssvid@akureyri.is, eigi síðar en 21. apríl 2021.