Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps, frístundasvæði í landi Brekku
Athugasemdafrestur er til 19. febrúar 2016.
Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 vegna 7 ha stækkunar svæðis fyrir frístundabyggð í Brekkuskógi í landi Brekku.
Tillagan er til sýnis til 19. febrúar 2016 á skrifstofu skipulagfulltrúa Dalbraut 12, Laugarvatni, á http://www.sbf.is/ og hjá Skipulagsstofnun.
Athugasemdir þurfa að berast skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið petur@sudurland.is eigi síðar en 19. febrúar 2016.