Mál í kynningu


29.5.2017

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar fyrir Þingvallasveit, ákvæði um deiliskipulag

Athugasemdafrestur er til 6. júlí 2017

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Bláskógabyggðar fyrir Þingvallasveit 2004-2016 þess efnis að fella niður ákvæði um að deiliskipulag verði ávallt að vera forsenda útgáfu byggingarleyfis í frístundabyggðum.

Tillagan er til sýnis á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12 Laugarvatni, hjá Skipulagsstofnun og á vefslóðinni sbf.is

Athugasemdir þurfa að berast skipulagsfulltrúa á netfangið petur@utu.is eigi síðar en 6. júlí 2017.