Mál í kynningu


6.2.2024

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar, vegna stækkunar hótels og breyttrar landnotkunar í Reykholti

Athugasemdafrestur er til 15. mars 2024

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 sem felst í meginatriðum í að auka heimild til uppbyggingar innan verslunar- og þjónustusvæðis (VÞ36) í Reykholti. Afmörkun verslunar- og þjónustusvæðis (VÞ34 og VÞ35) og afþreyingar- og ferðamannasvæðis (AF35) er aðlöguð að breyttri legu Tungurima. Mörkuð er stefna um nýtt 0,1 ha verslunar- og þjónustusvæði (VÞ49) og minnkar svæði fyrir samfélagsþjónustu (S8) sem því nemur og heimiluð verður stækkun leikskóla á svæði fyrir samfélagsþjónustu (S8) innan þéttbýlis í Reykholti.

Skipulagsgögn eru til sýnis á vef Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita og í Skipulagsgátt.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is eða í Skipulagsgátt eigi síðar en 15. mars 2024.