Mál í kynningu


31.10.2023

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar, vegna stækkunar Lönguhlíðarnámu E19

Athugasemdafrestur er til 1. desember 2023

Sveitarstjórn hefur auglýst á ný tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 vegna stækkunar á Lönguhlíðarnámu E19 í landi Eyvindartungu úr 2 ha í 4,95 ha og efnismagn eykst úr 50.000 m3 í 149.500 m3.

Skipulagsgögn eru til sýnis á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is.

Athugasemdir þurfa að berast á á skrifstofu Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita, Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is, eigi síðar en 1. desember 2023