Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar, vegna Þverárfjallsvegar nr. 74, stækkunar sorpurðunarsvæðis (Stekkjarvík) og nýrra efnistökusvæða
Athugasemdafrestur er til 17. desember 2020
Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010 – 2030. Í breytingunni er gert ráð fyrir lítilsháttar færslu á legu Þverárfjallsvegar í Refasveit til að lágmarka skerðingu á votlendi, mörkuð er stefna um fjögur ný efnistökusvæði og stækkun urðunarsvæðisins í landi Sölvabakka fyrir landmótun fyrir uppgröft úr urðunarsvæðinu.
Tillagan er til sýnis á skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, á vef sveitarfélagsins www.blonduos.is og hjá Skipulagsstofnun.
Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi eða á netfangið blonduos@blonduos.is eigi síðar en 17. desember 2020.