Mál í kynningu


13.2.2017

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar, miðsvæði Borgarness, M1 og M3

Athugasemdafrestur er til 24. mars 2017

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vegna miðsvæðis Borgarness M, verður M1 og M3. Markmið breytingartillögunnar eru að skapa skilyrði fyrir uppbyggingu hótels í bland við íbúðar- og verslunarhúsnæði á miðsvæðinu. Samtímis er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Borgarbrautar 55-59.

Tillagan er til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofa sveitarstjórnar í Ráðhúsinu að Borgarbraut 14 eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en 24. mars 2017.