Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar vegna Kárastaða
Athugasemdafrestur er til 8. maí 2020
Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, sem felur í sér að breyta landnotkun 2,2 ha svæðis í landi Kárastaða úr landbúnaðarlandi í athafnasvæði, þannig að athafnasvæðið A2 stækkar og þéttbýlismörk Borgarness eru færð út sem því nemur.
Breytingartillagan mun liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar frá 26. mars með athugasemdarfresti til og með 8. maí 2020. Þá er tillagan aðgengileg á vef sveitarfélagsins www.borgarbyggd.is og hjá Skipulagsstofnun.
Athugasemdir þurfa að berast skriflega til umhverfis- og byggingarsviðs Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en 8. maí 2020