Mál í kynningu


26.11.2021

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar vegna Mávakletts 10, Borgarnesi

Athugasemdafrestur er til 6. janúar 2022

  • Mávaklettur, Borgarnesi

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Breytingin felst í að íbúðarsvæði Í9 er stækkað sem nemur einni lóð við Mávaklett 10. Íbúðarsvæði Í9 stækkar úr 7,8 ha í 7,9 ha og óbyggt svæði minnkar sem því nemur.

Tillagan er til sýnis í þjónustuveri Borgarbyggðar að Bjarnabraut 8, Borgarnesi, á vef sveitarfélagsins www.borgarbyggd.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast til skipulagsfulltrúa Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi eða á skipulag@borgarbyggd.is eigi síðar en 6. janúar 2022