Mál í kynningu


21.11.2023

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar, vegna efnistöku við Stóra-Hamar 1, vestan Eyjafjarðarbrautar eystri

Athugasemdafrestur er til 27. desember 2023

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 vegna skilgreiningar á um 1,7 ha efnistökusvæði (E35) í landi Stóra-Hamars 1. Heimiluð efnistaka verður allt að 30.000 m3. Landbúnaðarsvæði minnkar samsvarandi.

Skipulagsgögn eru til sýnis á vef sveitarfélagsins og í Skipulagsgátt.

Athugasemdir þurfa að berast í Skipulagsgátt eigi síðar en 27. desember 2023.