Mál í kynningu


8.1.2019

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar vegna frístundabyggðar á Kleifum í Ólafsfirði

Athugasemdafrestur er til 15. febrúar 2019

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008–2028 vegna frístundabyggða á Kleifum í Ólafsfirði.

Í breytingartillögunni felst að hluti hverfisverndaðs landbúnaðarsvæðis á Kleifum er breytt í tvær frístundabyggðir, F15 og F16.

 

Tillagan er til sýnis á bæjarskrifstofum að Gránugötu 24, Siglufirði til og með 15. febrúar 2019,  á heimasíðu Fjallabyggðar, www.fjallabyggd.is og hjá Skipulagsstofnun.  

 

Athugasemdir þurfa að berast skipulags- og tæknifulltrúa annað hvort í Ráðhús Fjallabyggðar á Gránugötu 24, 580 Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is, eigi síðar en 15. febrúar 2019