Mál í kynningu


16.4.2020

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fjarðabyggðar vegna ferðaþjónustu í landi Heyklifs á Kambanesi

Athugasemdafrestur er til 14. maí 2020

  • Heyklif

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 þar sem gert er ráð fyrir að landbúnaðarsvæði á Kambanesi verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði V2 Heyklif/Kambanes, þar sem byggð verður upp ferðaþjónusta.

Tillagan er til sýnis á skrifstofu Fjarðarbyggðar, á vef sveitarfélagsins www.fjardabyggd.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast skriflega til umhverfis- og skipulagssviðs á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð eigi síðar en 14. maí 2020.