Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fjarðabyggðar vegna stækkunar hafnarsvæðis á Eskifirði
Athugasemdafrestur er til 28. febrúar 2019
Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna stækkunar hafnarsvæðis á Leirunni á Eskifirði. Hafnarsvæði H1 stækkar og skilmálum er breytt, iðnaðarsvæði I1 stækkar og breytt er afmörkun athafnasvæðis A1.
Samhliða er auglýst breyting á deiliskipulagi Leiru 1, iðnaðar- og hafnarsvæði sunnan Strandgötu skv. 41. gr. skipulagslaga.
Tillögurnar eru til sýnis á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, í bókasafninu á Eskifirði, á fjardabyggd.is og hjá Skipulagsstofnun.
Athugasemdir þurfa að berast á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð, eigi síðar en 28. febrúar 2019.