Mál í kynningu


26.9.2023

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi fyrrum Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna Snjóflóðavarnarkeilur norðan Öldugarðs, Seyðisfirði

Athugasemdafrestur er til 6. nóvember 2023

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna framkvæmda við 5 varnarkeilur norðan við snjóflóðavarnargarðinn Öldugarð á svæði til sérstakra nota (OP10), sem stækkar úr 4 ha í allt að 6 ha. Óbyggt svæði minnkar sem því nemur eða um 2 ha.

Skipulagsgögn eru til sýnis á vef sveitarfélagsins www. mulathing.is og í Skipulagsgátt

Athugasemdir þurfa að berast á skipulagsfulltrui@mulathing.is eða í gegnum Skipulagsgáttina eigi síðar en 6. nóvember 2023