Mál í kynningu


17.2.2023

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar vegna Upplands Garðabæjar

Athugasemdafrestur er til 11. maí 2023

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sem tekur til Urriðavatnsdala, Urriðakotshrauns, Heiðmerkur og Vífilsstaðahrauns í Upplandi Garðabæjar. Viðfangsefni breytingarinnar felst í endurskoðun á reiðleiðum og stígum í upplandi Garðabæjar og skilgreiningu Flóttamannavegar frá Urriðaholti að Vífilsstöðum til samræmis við deiliskipulagstillögur og friðlýsingartillögu sem auglýstar eru samhliða.

Skipulagsgögn eru til sýnis á vef sveitarfélagsins www.gardabaer.is

Athugasemdir þurfa að berast á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ eða á netfangið skipulag@gardabaer.is eigi síðar en 11. maí 2023.