Mál í kynningu


14.12.2020

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar, vegna Urriðaholts, norðurhluta 4

Athugasemdafrestur er til 22. janúar 2021

  • Urriðaholt

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sem felst í því að heimiluð verði íbúðarbyggð á verslunar- og þjónustusvæði VÞ 5.04 í Urriðaholti. Íbúðarhúsnæði verði innan við 50% af heildarbyggingarmagni reitsins.

Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, á vef bæjarfélagsins www.gardabaer.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ eða á netfangið skipulag@gardabaer.is eigi síðar en 22. janúar 2021.