Mál í kynningu


31.10.2023

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps, vegna nýs verslunar- og þjónustusvæðis og íþróttasvæða við Minni-Borg í Grímsnesi

Athugasemdafrestur er til 1. desember 2023

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 vegna 3 ha verslunar og þjónustusvæði (VÞ20) fyrir gistiþjónustu með allt að 120 gistirúmum og íþróttasvæði ÍÞ5 (golfvöllur) minnkar samsvarandi. Þá er skilgreint um 4,6 ha íþróttasvæði (ÍÞ6) fyrir hesthús og reiðhöll og landbúnaðarsvæði (L3) minnkar sem því nemur.

Skipulagsgögn eru til sýnis á vef Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita og í Skipulagsgátt.

Athugasemdir þurfa að berast skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is eða í Skipulagsgátt eigi síðar en 1. desember 2023.