Mál í kynningu


13.6.2019

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðar vegna lengingar Norðurgarðs og efnistökusvæðis í Lambakróarholti

Athugasemdafrestur er til 16. júlí 2019

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015 vegna lengingar Norðurgarðs og efnistökusvæðis í Lambakróarholti.

Tillagan er til sýnis til 16. júlí á bæjarskrifstofunum, á vef Grundarfjarðarbæjar og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á bæjarskrifstofur Grundarfjarðarbæjar, Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði eða á netfangið skipulag@grundarfjordur.is, eigi síðar en 16. júlí 2019.